Satellite
 • Day59

  Sanspareil, Þýskalandi, 17. maí

  May 17, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 23 °C

  Ég ók í gegnum Frankishe Schweiz á leiðinni til Bamberg, og kom þar við í Felsengarten Sanspareil, sem mætti þýða sem "steinagarðurinn óviðjafnanlegi".
  Ég ók í gegnum hæðótt, skógi vaxið landslag til að komast þangað, með litlum þorpum sem minntu mann á Alpana. Ég vildi gjarnan geta sýnt myndir, en það var hvergi hægt að stoppa nema í innkeyrslum hjá þorpsbúunum.
  Sanspareil var útbúinn, á 18. öld, sem óvenjulegur lystigarður. Stígar voru lagðir á milli stórbrotinna, sorfinna sandsteinskletta og byggt var á sumum klettunum, eða við þá, til að segja sögu úr rómversku goðafræðinni. Væntanlega þarf maður sögumann með sér til að skilja táknin, en það er engu að síður gaman að ganga þetta einn og lesa söguna af skiltum.
  Garðurinn er í raun villtur skógur með þessum klettum sem hefur verið föndrað við og er yndislegur staður að koma á og eyða 1-2 tímum í að ráfa um og njóta kyrrðar og náttúrufegurðar, og helmingurinn af nautninni er að komast þangað.
  Read more

  Draumi líkast! kv. Lára

  5/20/17Reply