Satellite
 • Day7

  Sunnudagur í Árósum

  September 1, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 18 °C

  Ég byrjaði daginn á kaffi og croissant á kaffihúsi í Bruuns-verslunarmiðstöðinni sem er í næsta húsi við hótelið. Eyddi svo morgninum í ráp og innkaup. Eftir hádegismatinn tæklaði ég svo Aros - listasafn borgarinnar. Þar eru ýmssar sýningar og innsetningar í gangi. Hér er smá sýnishorn.
  Það var mjög gaman að koma inn í regnbogalistsverk Ólafs Elíassonar sem trónir efst á byggingunni, en ég held að "Drengur" eftir Ron Mueck sé kannski það áhrifamesta. Speglainnsetningin var mjög skemmtileg.
  Read more