Satellite
 • Day9

  Dagleiðin hjá mér...

  September 3, 2019 in Germany ⋅ ⛅ 18 °C

  ...varð 720 km. Gpx-skráin segir það styttra, en það er út af skráningarmátanum.

  Þetta var þrátt fyrir brjálæðislega rigningu á köflum og umferðartafir á fjórum stöðum. Á móti kom að á nokkrum löngum köflum var glettilega lítil umferð og það hélst þurrt eftir þrjú, svo maður gat gefið rækilega í. Bíllinn stendur sig vel og er búinn að fá nafn: Máni. Gef ykkur eitt tækifæri til að giska á hvaðan það er komið...

  Ég er komin til Hann. Munden í Fulda-dal, sem er sennilega skakkasti bær sem ég hef komið til, og jafnframt einn af þeim fallegri. Mikið af húsunum er frá 15. eða 16. öld, og þau eru sum hver bæði sigin, hallandi og undin, sbr. mynd nr. 1.
  Read more