Satellite
 • Day17

  Komin til Siena

  September 11, 2019 in Italy ⋅ ☀️ 28 °C

  Vegalengdin var lítið styttri í dag en í gær, en ég var bara 4 1/2 tíma á leiðinni, enda valdi ég að fara hraðbraut fyrstu ca. 50 km og var síðan svo heppin að lenda á vegum þar sem maður var ekki alltaf að hægja á sér til að keyra í gegnum þéttbýli eða um hringtorg, þannig að þetta gekk vel.

  Er búin að vera á ferðinni í dásamlegu landslagi í mestallan dag. Fyrst var ég á vegi sem lá í gegnum Appenína-fjöll, með skógi vaxnar fjallshlíðar þar sem af og til glitti í gráhvíta klettaveggi og langt var á milli byggðra bóla.

  Svo kom ég niður úr fjöllunum og landslagið breyttist yfir í ávalar hæðir með alls konar ökrum, og húsum standandi einum upp á hæðum og röð af grátvið meðfram innkeyrslunni. Ef einhver hefur horft á Under the Tuscan Sun, þá er það landslagið.

  Pósta myndum þegar ég hef tekið einhverjar, en nú ætla ég að slaka á það sem eftir lifir dags.

  GPS-slóðin seinni hluta ferðarinnar er röng - síminn missti gervihnattasambandið og því er bein lína þar sem ætti að vera hlykkjótt.
  Read more