Evrópa 2017

March - June 2017
A 93-day adventure by Þangað og heim aftur Read more
  • 66footprints
  • 5countries
  • 93days
  • 129photos
  • 0videos
  • 9.7kkilometers
  • 4.0kkilometers
  • Day 1

    Heima í Reykjavík

    March 20, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 2 °C

    (Af einhverjum orsökum staðsetur vefsíðan mig í Grafarvogi, en hvað um það).

    Ég flutti mig hingað af blog.is af því að það er auðveldara að blogga hérna þegar maður er á ferðalagi. Það er meira að segja til FindPenguins app sem er hægt að nota þó maður sé ekki í netsambandi - þá býr maður til færslurnar og þær fara út á vefinn næst þegar maður er í netsambandi. Þetta umhverfi er reyndar talsvert takmarkaðra en blog.is, en á móti kemur að það er þægilegt í notkun.

    Tíminn líður annars hægt þessa dagana.

    Ég legg af stað í langferð til Evrópu 3. maí. Fer héðan til Seyðisfjarðar 30. apríl eða 1. maí til að taka Norrænu til meginlandsins, og kem til Danmerkur 6 maí. Það fer eftir veðri og færð hvort ég fer norðurleiðina eða þá syðri, en það væri óneitanlega gaman að stoppa í smástund á Akureyri.

    Frá Danmörku bruna ég, eftir heimsókn til ættingja í Árósum, niður til Þýskalands. Þar ætla ég að keyra hring sem þræðir næstum öll þýsku ríkin og einnig hluta af Alsace-héraði í Frakklandi. Kannski kíki ég til Austurríkis, Sviss og Liechtenstein líka.

    Ég er búin að borga miðann og er andlega tilbúin. Það er hins vegar komið babb í bátinn: bíllinn minn hefur undanfarið pundað á mig villuboðum sem virðast tengjast einhverju rugli í tölvukerfinu, en gæti verið vélræn bilun sem þeir hjá Heklu finna ekki. Mjög grunsamlegt í bíl sem féll úr ábyrgð fyrir minna en hálfu árí síðan.
    Read more

  • Day 1

    Útþrá

    March 20, 2017 in Iceland ⋅ ☁️ 1 °C

    Það hefur staðið til að fara í þetta ferðalag síðan ég eignaðist ferðabílinn minn í nóvember 2014, eða öllu heldur frá því að innréttingum á honum lauk.

    Bíllinn sem um ræðir er Volkswagen Caddy Maxi skutla sem við pabbi innréttuðum veturinn 2014-15. Í honum eru öll helstu þægindi önnur en heitt rennandi vatn og sturta. Þó að það sé ekki hægt að standa uppréttur þar inni er hann mjög þægilegur og mætti eiginlega segja að þetta sé lokrekkja á hjólum. Ég fjallaði um innréttinguna og fyrstu ferðalögin á blog.is: http://brenninetla.blog.is/blog/blablabla/categ…

    Ég æfðist í að ferðast á honum sumarið 2015, þegar ég var á ferðinni meira og minna allt sumarið. Sumarið 2016 svaf ég bara einu sinni í honum, enda fór megnið af sumrinu í 3 vikna ferð til Bandaríkjanna og mánarardvöl á Heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði.

    En sem sagt: ég hef verið að hugsa um svona ferð frá því að ég svaf fyrstu nóttina í bílnum, í frosti og næðingi á Grundarfirði vorið 2015.
    Read more

  • Day 3

    Áfangastaðir

    March 22, 2017 in Iceland ⋅ ☀️ -9 °C

    Hvernig velur maður sér áfangastaði fyrir flakkferð? Það er ósköp gaman að mæta bara á staðinn og ráfa um og uppgötva staði og njóta ferðafrelsisins, en maður vill líka fá eins mikið út úr ferðalögum og hægt er. Til þess þarf einhverja grunnskipulagningu, t.d. lista yfir áhugaverða staði og hagnýtar upplýsingar um þá, s.s. hvenær þeir eru opnir og hvort þeir loka á einhverjum tilteknum vikudögum og hvort maður er á ferðinni á opinberum frídegi – ég verð t.d. á ferðinni á uppstigningardag, sem er frídagur í Þýskalandi.

    Eins og ég minntist á áður byggist ferðalagið á stöðum á heimsminjaskrá UNESCO, og heimsókn í Neuschwanstein-kastala. Ég bætti síðan við nokkrum minna þekktum stöðum sem ég fann á hinni frábæru vefsíðu Atlas Obscura (http://www.atlasobscura.com/) sem voru í leiðinni eða rétt hjá henni. Loks bættust við nokkrir staðir sem fólk mælti með við mig, og áhugaverðir staðir sem ég rakst á á netvafri.

    Skyldustoppin eru, á þessum tímapunkti, eftirfarandi, með ástæðum:

    +Aarhus í Danmörku. Þar á ég ættingja sem hafa boðið mér í kaffi. Ég ætla líka að athuga hvort það eru einhverjar áhugaverðar sýningar í gangi í Aros-listasafninu.
    +Flensburg í Þýskalandi. Þar er Caravan Center Nord, stærðarinnar húsbílaverslun sem ég ætla að kíkja í til að sjá hvort ég rek augun í eitthvað sem ég verð að eignast í bílinn.
    +Lübeck. UNESCO.
    +Wismar og Stralsund. UNESCO.
    +Rügen-eyja. Jasmund þjóðgarðurinn og náttúrufegurð.
    +Berlín. UNESCO og fleira: Safnaeyjan, önnur söfn (t.d Trabant-safnið) og menning. Líka KaDeWe-stórverslunin.
    +Potsdam. UNESCO: Sansoucci-höll og garðarnir í kringum hana, og fallegur miðbær.
    +Dessau-Wörlitz-garðarnir. UNESCO. Skrúðgarðar í ýmsum stíl.
    +Meissen. Postulínssafn og –verksmiðja.
    +Dresden. Falleg borg.
    +Bamberg. UNESCO. Lifandi safn.
    +Berechtsgaden þjóðgarðurinn. Náttúrufegurð.
    +Alpenstrasse. Falleg útsýnisleið frá Königsee-vatni til Bodensee-vatns. Fer hana sennilega ekki alla, en part úr henni. Skoða hugsanlega Zugspitze-fjall og Röthbachfall-foss.
    +Neuschwanstein og Hohenschwangau.
    +St. Gallen í Sviss. UNESCO.
    +Reichenau-eyja á Bodensee. UNESCO. Skrúðgarður.
    +Colmar í frakklandi. Falleg borg.
    +Strasbourg í Frakklandi, UNESCO.
    +Bergpark Wilhelmshöhe í Kassel, Þýskalandi. UNESCO. Garður.
    +Corvey-höll. UNESCO.

    „Kannski“ staðirnir eru hins vegar þrisvar sinnum fleiri.
    Read more

  • Day 5

    Ferðakvíði

    March 24, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 22 °C

    Ég er þannig að tilhlökkunin er hluti af ferðalaginu. Hún drífur mig áfram við gerð ferðaáætlunar og færir mér vellíðan þegar ég hugsa um það sem fram undan er. Nú er tilhlökkunin í tengslum við ferðalagið hins vegar að snúast upp í andstæðu sína.

    Mér líður alls ekki vel að vita að það er eitthvað að angra blessaðan bílinn minn. Þegar hann er orðinn heitur í akstri sýnir hann villuljós sem er kallað glóðarkertaljós, en getur staðið fyrir meira en tug af mismunandi og mis-alvarlegum vandamálum. Mig langar mjög lítið að sitja á biluðum bíl einhvers staðar úti í sveit í Danmörku, hvað þá á hraðbraut í Þýskalandi. Ég er búin að hafa samband við Heklu (aftur) og vonast til að þeir geti komið bílnum að í skoðun sem allra fyrst.

    Þangað til þarf ég að finna leið til að takast á við ferðakvíðann sem er að hellast yfir mig.
    Read more

  • Day 18

    Fór með bílinn á verkstæði í morgun

    April 6, 2017 in Iceland ⋅ ☀️ 19 °C

    Fékk þar að vita að gamla vandamálið, sem snerist um einhvern spíss í endsneytisinnspýtingunni, hefði aldrei sést áður þar á bæ. Þetta er ekki beinlínis traustvekjandi. Ég vona bara að það leysist úr nýja vandamálinu í þessari heimsókn.Read more

  • Day 19

    Jæja, þá er bílavandamálið vonandi leyst

    April 7, 2017 in Iceland ⋅ 🌧 7 °C

    Fékk símtal frá Heklu og villuboðin virðast stafa af því að það gleymdist að gera eitthvað í innkölluninni um daginn, þannig að ég þarf ekkert að borga. Vona að þetta sé það síðasta sem ég hef af Heklu að segja í bili.Read more

  • Day 19

    Þetta er allt að koma...

    April 7, 2017 in Iceland ⋅ ☁️ 7 °C

    Ég fór um daginn og varð mér út um kortabók fyrir Evrópu og alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini hjá FÍB. Gleymdi auðvitað að kaupa ÍS-merkið til að setja aftan á bílinn, þannig að það verður tekinn annar labbitúr niður á Skúlagötu í nánustu framtíð.

    Svo fór ég til tryggingafélagsins míns í gær og fék tryggingavottorð fyrir bílinn og annað fyrir sjálfa mig.

    En þetta er ekki búið - ó nei. Þegar út kemur þarf ég að verða mér út um Umweltplakette, sem er umhverfisvottun fyrir bílinn þannig að ég geti farið með hann in á Umweltzone - svæði í þýskum borgum þar sem umferð án slíks miða er bönnuð. Miðinn sýnir að bíllinn mengi nógu lítið til að mega koma inn á þessi svæði.

    Svo þarf ég bílastæðisskífu til að geta lagt í ókeypis bílastæði þar sem einungis er leyft að leggja í takmarkaðan tíma.

    Þá held ég að allt verði loksins komið.
    Read more

  • Day 25

    Undirbúningurinn heldur áfram

    April 13, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 1 °C

    Í gær tók ég mig til og bar inn úr bílnum allt sem í honum var og sem ekki tilheyrir honum beinlínis, s.s. landakort, teppi, útivistarfatnað og skó sem ég hef í honum árið um kring. Allt sem ég ætla að taka með í ferðina fer síðan út aftur, en ekki fyrr en ég er búin að þrífa bílinn að innan og utan, þvo það sem þarf að þvo af dótinu, og finna nýtt í staðinn fyrir það sem er skemmt eða ónýtt.

    Ég gramsaði líka í geymslunni hjá mér og náði í sumt af búnaðinum sem ég tek bara með í ferðalög, t.d. diska og annað matartengt, og svo bjó ég til pláss í stofunni hjá mér með þremur kössum sem ég hef verið að tína í hluti og fatnað sem á að fara í ferðina, svo það verði örugglega á vísum stað þegar kemur að því að pakka í bílinn. Ég hef líka verið að þvo þvott á fullu, til að hafa öll föt tilbúin og teppi og annað hreint þegar að því kemur að fara með allt út í bílinn.

    Páskana ætla ég síðan að nota til að þrífa bílinn rækilega að innan og tjöruhreinsa hann að utan.

    Þegar ég kem í vinnuna aftur eftir fríið ætla ég síðan að fara í skanna sem þar er og skanna alla ferðapappírana og vista þá út á skýinu til að geta nálgast þá hvaðan sem er.
    Read more

  • Day 25

    Búin að þrífa bílinn...

    April 13, 2017 in Iceland ⋅ ☁️ 0 °C

    Bíllinn er orðinn skínandi hreinn að innan og angar af viðarolíunni sem pabbi bar á innréttinguna, og tjöruhreinsun er líka lokið. Nú er bara eftir að bóna hann, sem gerist á morgun. Í fyrramálið fer ég væntanlega út og prófa að pakka í bílinn, til að sjá hvort ég þarf að skera niður farangurinn...Read more

  • Day 30

    Það er skrítin tilfinning...

    April 18, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 4 °C

    ...að vera að pakka niður fyrir svona langt ferðalag og þurfa ekki að hugsa um að halda þyngdinni og fyrirferðinni á farangrinum undir 23 kg í einni tösku. Auðvitað er ákveðið hámark til staðar – ég er með tiltekið pláss sem ég get notað undir rúminu, í skúffunum í innréttingunni og í holrúminu á bak við sætin, en það er langtum stærra en þessi venjulega ferðataska, og svo getur bíllinn tekið rúmlega 700 kg farm, sem er mun meira en ég þarf, jafnvel þegar tekið er tillit til þyngdarinnar á innréttingunni.

    Myndirnar sýna það pláss sem ég hef undir rúminu.

    Vanalega þegar ég fer í ferðalög til útlanda reyni ég að halda farangrinum í lágmarki, og reyndar er það svo að því lengri sem ferðin er, því minni farangur tek ég með mér, helst þannig að ég get tekið allt með mér í handfarangri.

    Þegar ferðalagið er styttra en 2 vikur nenni ég nefnilega ekki að standa í því að þvo þvott og tek því með mér föt til skiptanna fyrir allan tímann, en á lengra ferðalagi geri ég ráð fyrir að þvo af mér og get því tekið með mér minna af fötum.

    Nú er ég í þeirri stöðu að geta tekið með mér meira af fötum en ég mundi venjulega gera í svona langt ferðalag, en þarf jafnframt að geta þvegið þau saman, því ég hef ekki ætlað mér að vera með föt fyrir alla ferðina án þvotta. Þau mundu nefnilega taka all of mikið pláss. Sem betur fer verð ég í gistingu á tjaldstæðum og á þeim flestum eru þvottavélar, þannig að ég þarf ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að ég sé að missa af einhverju, sitjandi inni á almenningsþvottahúsi og haldandi vörð um fötin, heldur get ég þvegið þegar ég kem í næturstað og nýtt biðtímann í að fá mér að borða eða skipuleggja næsta dag. Ég vona bara að ég lendi ekki í vandræðum ef það verður leitað í bílnum hjá mér á leiðinni í eða úr landi, því hvítt duft í litlum poka gæti vakið grunsemdir...
    Read more