Satellite
 • Day8

  Inger

  September 2, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 13 °C

  Eftir fréttirnar af bílnum var ég í svolitlu sjokki og fór og ráfaði stefnulaust um miðbæinn. Settist svo niður fyrir utan Salling-stórverslunina og heyrði einhvern hávaða fyrir ofan mig og leit upp. Það er s.s. brúarstubbur með glerbotni uppi á þaki hússins, og þar uppi voru krakkar að fíflast og taka myndir.

  Allt í einu er ég ávörpuð og það er gömul, ömmuleg kona, örugglega á tíræðusaldri, sem spyr hvort ég hafi komið þarna upp, og þegar ég segi svo ekki vera vill hún endilega sýna mér og dró mig með sér þarna upp. Við settumst svo inn á kaffihúsið sem er þarna uppi og drukkum kaffi (ég) og kakó með þeyttum rjóma (hún) og spjölluðum saman í dágóða stund.

  Útsýnið ofan af þakinu er ekki síðra en ofan af Aros, og það kostar ekkert að fara þarna upp.

  Leiðir skildi svo niðri á götu og það var mun léttara yfir mér eftir þetta. Kærar þakkir, Inger.
  Read more