Flakkferð um norður Ítalíu í september 2019.
 • Explore, what other travelers do in:
 • Day44

  Á tjaldstæðinu

  October 8 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

  "Sorry, I don't speak Icelandic."

  Ég held í alvöru að ferðaþjónustan hafi gleymt því að íslendingar ferðast líka um landið. Það ætti að vera réttur okkar að geta keypt vörur og þjónustu án þess að þurfa að nota til þess erlend tungumál. Þegar við förum að sætta okkur við að þurfa að tala ensku við afgreiðslufólkið, þá er farin að steðja hætta að tungumálinu.Read more

 • Day43

  Ein með öllu

  October 7 in Iceland ⋅ ☁️ 7 °C

  ...nema hráum, af því að ég fæ bakflæði af honum.

  Fyrsta máltíðin á Fróni, rétt eins og í síðustu ferð.

  Veðrið sem tók á móti mér var ekki ósvipað því sem ég var að koma úr, nema það er heldur hlýrra hér en var í Danmörku...

 • Day42

  Allt á uppleið

  October 6 in Iceland ⋅ ⛅ 8 °C

  Það er mættur söngvari/gítarleikari og söngkona með honum og þau eru að skemmta með söng og spileríi. Held þó að það hefði mátt lýsa þau upp með einhverjum öðrum lit - það er eins og Hulk og græna gellan úr Guardians of the Galaxy séu á sviðinu!

 • Day42

  Þegar manni leiðist

  October 6, North Atlantic Ocean ⋅ ⛅ 9 °C

  Klukkan er 19:30 og ég sit inni á barnum með gin og tónik og dagbókina mína. Er annars búin að eyða deginum í að hekla. Bláa húfan er ekki lengur bara blá, heldur er komin með skrautlegt krókódílakögur. Býst við að klára það á morgun.

 • Day42

  Innviðir Norrænu: opin rými

  October 6, North Atlantic Ocean ⋅ ⛅ 9 °C

  Það er ýmislegt í boði (mynd 1).
  Fríhafnarverslunin er mjög flott (mynd 2).
  Mynd 3: Hér er gott að sitja og horfa á mannlífið.
  Mynd 4: Hérna norpar reykingafólkið.
  Mynd 5: Hérna er hægt að fara í bingó og kaupa sér brjóstbirtu.
  Mynd 6: Hér er hægt að dýfa sér í heitt vatn og horfa a hafið.

 • Day42

  Púff!

  October 6, North Atlantic Ocean ⋅ ⛅ 10 °C

  Það er heitt inni í Norrænu. Ef ekki væri fyrir klefafélagana mundi ég sofa á brókinni með ekkert ofan á mér - svona svipað og ég gerði úti á Ítalíu fyrir ekki svo löngu síðan.

  Ég kófsvitnaði af því einu að sitja inni á bar og hekla, og þó var ég í stuttermabol. Skil ekkert í þessari kappkyndingu, nema ef vera skildi að mikill meirihluti af farþegunum virðist vera á eftirlaunaaldri. Eða er ekki sagt að fólki á þeim aldri sé alltaf svo kalt?Read more

 • Day42

  6. okt. kl. 15:45

  October 6 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

  Hreyfingin á skipinu hefur verið að smáaukast frá því morgun, og af og til er veltan nógu mikil til að hafa áhrif á jafnvægi farþega skipsins. Það er alskýjað og frekar dimmt miðað við tíma dags, en þó sjást sólstafir í fjarska og svæði á sjónum undir þeim virðist glóa silfurhvítt.

 • Day42

  6. okt. kl. 14:35

  October 6 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

  Kafteinninn var að enda við að tilkynna að skipið mundi leggjast að bryggju í Þórshöfn kl. 22:30 í kvöld, en ekki í fyrramálið eins og til stóð, og að bara farþegar til Færeyja fengju að fara í land. Skipið siglir svo af stað til Íslands eins fljótt og auðið er.
  Ef ég skildi svo þýska fararstjórann sem sá um þýsku tilkynninguna rétt, þá verður skipið komið til Seyðisfjarðar kl. 17 á mánudaginn, en ekki kl. 9 á þriðjudag.
  Engin skýring var gefin, en ég ímynda mér að sennilega sé skipið í kappsiglingu við krappa vetrarlægð - ég fékk nefnilega, áður en ég lagði af stað frá Danmörku, viðvörun um að það gæti orðið slæmt sjólag á mánudaginn.
  Read more