Satellite
  • Day34

    Ég er stödd á eðal-tjaldstæði

    September 28, 2019 in Denmark ⋅ 🌧 14 °C

    ...í Esbjerg. Á leiðinni hingað var rigningin farin að fara í pirrurnar á mér og því ákvað ég að gera eitthvað til að létta lundina, og úr varð að elda mér eitthvað gott. Niðurstaðan var útilegukássa (1 ds tómatar, 1 ds nýrnabaunir, pylsutittir, beikonteningar, þurrkaður laukur, hvítlaukur, salt, pipar og grænmetiskraftur) og af því að það er eldunaraðstaða hérna þurfti ég ekki að elda í bílnum í rigningunni. Sýnishorn af henni má nálgast á Instagramminu mínu.Read more