• Þangað og heim aftur
  • Þangað og heim aftur

Vestmannaeyjar

Löng helgi í Eyjum - og það er Goslokahátíð! Read more
  • Trip start
    June 30, 2022
  • Í Herjólfsdal

    July 1, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 11 °C

    Þá er dagurinn liðinn og komið kvöld, og ómurinn af einhverri skemmtun berst inn dalinn. Veðrið í dag var hið ágætasta, ekki alveg stuttbuxnaveður, en hiklaust stuttermabolshlýtt.
    Ég er búin að fara upp á Stórhöfða, virða fyrir mér lunda, bæði úr fjarska og nálægð, mæna upp á Heimklett, fara niður í fjöru, ganga um miðbæinn, aka um nýja hraunið, heilsa upp á mjaldra, lunda og fiska á sædýrasafninu, og fara í sund.Read more

  • Eldfell

    July 2, 2022 in Iceland ⋅ ☀️ 12 °C

    Fór á Skansinn og gekk meðfram nýja hrauninu í morgun, kíkti inn í stafkirkjuna og skoðaði lækningaminjasafnið í húsinu Landlyst. Heimsótti svo Eldheima og kleif þvínæst Eldfell. Það er ágætis gluggaveður og hlýtt, en frekar hvasst, sem var ágætt, því annars hefði ég verið gegnblaut af svita þegar ég kom niður.Read more

  • Komin heim

    July 2, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

    Ósköp er nú gott að koma heim, þó að maður hafi verið á jafn fallegum stað og Eyjum. Það var strekkingsvindur þar í allan dag, en það gerði svo sem ekkert til, því það var líka heitt. Og hver haldiði svo að hafi gleymt að setja á sig sólarvörn áður en hún fór í tvær gönguferðir í sólinni?
    Ég er sem sagt eins og vel þroskaður tómatur, nú eða soðinn humar, í framan.
    En ferðin var fín, og næst ætla ég í siglingu um eyjarnar að skoða fugla, hella og annað merkilegt.
    Read more

    Trip end
    July 2, 2022