Landeyjahöfn
June 30, 2022 in Iceland ⋅ 🌧 12 °C
Sit nú í Landeyjahöfn og bíð eftir Herjólfi. Framundan eru 2 dagar í Eyjum, og viti menn: það er víst Goslokahátíð. Vona að tjaldsvæðið sé ekki fullt!
Í Herjólfsdal
June 30, 2022 in Iceland ⋅ ☁️ 11 °C
Ferðin upp í Eyjar gekk greitt fyrir sig og ég er komin á tjaldsvæðið í Herjólfsdal og virði fyrir mér hóp af tjöldum sem eru greinilega í veislumat á túninu hérna fyrir neðan. ÞaðRead more
Heimaklettur
July 1, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 12 °C
Hér er fínasta veður og Heimaklettur kallar - en þar sem það þyrfti þyrlu, nú eða björgunarsveit, til að koma mér niður aftur, þá held ég að ég láti vera að klífa hann.
Í Herjólfsdal
July 1, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 11 °C
Þá er dagurinn liðinn og komið kvöld, og ómurinn af einhverri skemmtun berst inn dalinn. Veðrið í dag var hið ágætasta, ekki alveg stuttbuxnaveður, en hiklaust stuttermabolshlýtt.
Ég erRead more
Í Eyjum
July 2, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 11 °C
Ruslatunnurnar í Eyjum eru litríkar og skemmtilegar - það mættu fleiri bæjarfélög gera svona.
Eldfell
July 2, 2022 in Iceland ⋅ ☀️ 12 °C
Fór á Skansinn og gekk meðfram nýja hrauninu í morgun, kíkti inn í stafkirkjuna og skoðaði lækningaminjasafnið í húsinu Landlyst. Heimsótti svo Eldheima og kleif þvínæst Eldfell.Read more
Komin heim
July 2, 2022 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C
Ósköp er nú gott að koma heim, þó að maður hafi verið á jafn fallegum stað og Eyjum. Það var strekkingsvindur þar í allan dag, en það gerði svo sem ekkert til, því það var líkaRead more



















