Sunna Ingvarsdóttir

Joined June 2019
 • Explore, what other travelers do in:
 • Day19

  Hestaleiga

  June 25, 2019 in France ⋅ ☁️ 20 °C

  Skruppum á hestbak í dag. Fórum smá hring sem meðal annars lá um veg sem er frá tímum Rómaveldis.

 • Day16

  Lassay

  June 22, 2019 in France ⋅ ⛅ 22 °C

  Gönguferð þar sem við sáum 3 kastala rústir. Fyrsti inni í bænum Lassay. Kastalinn heitir eftir bænum eða Lassay kastali.
  Mjög heillegur að utan. Við fórum ekki inn í hann.

 • Day10

  Mont Saint Michel

  June 16, 2019 in France ⋅ ⛅ 18 °C

  Í dag heimsóttum við eyjuna Mont Saint Michel.
  Ótrúlega falleg sjón. Ekki er hægt að keyra að eyjunni heldur verður að leggja á bílastæði svolítið frá og þaðan eru svo rútur.
  Þorpið eru litlar götur sem nú eru að mestu túrista búðir og veitingahús. Efst er klaustrið og það tekur aðeins á að ganga alla leið upp að því. Við fórum inn í klaustrið en það kostar að fara þar inn.
  Mjög fallegt en látlaust.

  Sagan segir að árið 709 birtist Mikael erkiengill bisk­upn­um í Avranches í Nor­mandí. Eng­ill­inn vildi láta reisa kirkju og helga sér á ör­fir­is­ey þar nærri. Hann fól bisk­up­in­um að sjá til þess, bisk­up var í fyrstu ekki einu sinni viss um, að vitr­un hans væri sönn. En Mikael birt­ist hon­um tvisvar í viðbót. Kirkj­an reis, og síð­ar var einn­ig sett þar Bene­dikts­klaust­ur sem stendur þar enn.
  Read more

 • Day9

  La Michaudière

  June 15, 2019 in France ⋅ ☁️ 15 °C

  Í dag heimsóttum við hestabúgarð sem sérhæfir sig í stórum vagnhestum.
  Byrjuðum á að fá að klappa þeim. Risastórir ljúflingar.
  Síðan var borinn fram matur. Þar sem við tölum ekki Frönsku og engin talaði ensku þá vorum við ekki alveg klár á því hvað væri í matinn. Skildum þó að í forrétt gátum við valið á milli þriggja rétta, kjötpate, fiskipate og einhvers annars sem við skildum ekki svo við völdum kjötpate. Þriðji rétturinn reyndist vera einhverskonar pylsa.
  Í aðalrétt var að við höldum svínakjöt með kartöflumús og aprikósusósu. Með matnum var vatn, rauðvín og eplasíder. Það var líka fordrykkur á undan.
  Borðfélagar okkar höfðu mjög gaman af því hvað við skildum bara ekki neitt.
  Í eftirrétt voru ostar og cremburle.
  Eftir matinn var svo sýning. Þar sem þessir risa hastar sýndu alskonar listir. Einnig voru smáhestar, asnar og ein kom ríðandi á nauti.
  Stórgóður dagur.
  Read more

Never miss updates of Sunna Ingvarsdóttir with our app:

FindPenguins for iOS FindPenguins for Android