Satellite
Show on map
  • Day 1

    Heima í Reykjavík

    March 20, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 2 °C

    (Af einhverjum orsökum staðsetur vefsíðan mig í Grafarvogi, en hvað um það).

    Ég flutti mig hingað af blog.is af því að það er auðveldara að blogga hérna þegar maður er á ferðalagi. Það er meira að segja til FindPenguins app sem er hægt að nota þó maður sé ekki í netsambandi - þá býr maður til færslurnar og þær fara út á vefinn næst þegar maður er í netsambandi. Þetta umhverfi er reyndar talsvert takmarkaðra en blog.is, en á móti kemur að það er þægilegt í notkun.

    Tíminn líður annars hægt þessa dagana.

    Ég legg af stað í langferð til Evrópu 3. maí. Fer héðan til Seyðisfjarðar 30. apríl eða 1. maí til að taka Norrænu til meginlandsins, og kem til Danmerkur 6 maí. Það fer eftir veðri og færð hvort ég fer norðurleiðina eða þá syðri, en það væri óneitanlega gaman að stoppa í smástund á Akureyri.

    Frá Danmörku bruna ég, eftir heimsókn til ættingja í Árósum, niður til Þýskalands. Þar ætla ég að keyra hring sem þræðir næstum öll þýsku ríkin og einnig hluta af Alsace-héraði í Frakklandi. Kannski kíki ég til Austurríkis, Sviss og Liechtenstein líka.

    Ég er búin að borga miðann og er andlega tilbúin. Það er hins vegar komið babb í bátinn: bíllinn minn hefur undanfarið pundað á mig villuboðum sem virðast tengjast einhverju rugli í tölvukerfinu, en gæti verið vélræn bilun sem þeir hjá Heklu finna ekki. Mjög grunsamlegt í bíl sem féll úr ábyrgð fyrir minna en hálfu árí síðan.
    Read more