Heima í Reykjavík

(Af einhverjum orsökum staðsetur vefsíðan mig í Grafarvogi, en hvað um það).
Ég flutti mig hingað af blog.is af því að það er auðveldara að blogga hérna þegar maður er áBaca selengkapnya
Útþrá

Það hefur staðið til að fara í þetta ferðalag síðan ég eignaðist ferðabílinn minn í nóvember 2014, eða öllu heldur frá því að innréttingum á honum lauk.
Bíllinn sem umBaca selengkapnya
Áfangastaðir

Hvernig velur maður sér áfangastaði fyrir flakkferð? Það er ósköp gaman að mæta bara á staðinn og ráfa um og uppgötva staði og njóta ferðafrelsisins, en maður vill líka fá einsBaca selengkapnya
Ferðakvíði

Ég er þannig að tilhlökkunin er hluti af ferðalaginu. Hún drífur mig áfram við gerð ferðaáætlunar og færir mér vellíðan þegar ég hugsa um það sem fram undan er. Nú erBaca selengkapnya
Fór með bílinn á verkstæði í morgun

Fékk þar að vita að gamla vandamálið, sem snerist um einhvern spíss í endsneytisinnspýtingunni, hefði aldrei sést áður þar á bæ. Þetta er ekki beinlínis traustvekjandi. Ég vona baraBaca selengkapnya
Jæja, þá er bílavandamálið vonandi leyst

Fékk símtal frá Heklu og villuboðin virðast stafa af því að það gleymdist að gera eitthvað í innkölluninni um daginn, þannig að ég þarf ekkert að borga. Vona að þetta sé þaðBaca selengkapnya
Þetta er allt að koma...

Ég fór um daginn og varð mér út um kortabók fyrir Evrópu og alþjóðlegt tjaldbúðaskírteini hjá FÍB. Gleymdi auðvitað að kaupa ÍS-merkið til að setja aftan á bílinn, þannig aðBaca selengkapnya
Undirbúningurinn heldur áfram

Í gær tók ég mig til og bar inn úr bílnum allt sem í honum var og sem ekki tilheyrir honum beinlínis, s.s. landakort, teppi, útivistarfatnað og skó sem ég hef í honum árið um kring.Baca selengkapnya
Búin að þrífa bílinn...

Bíllinn er orðinn skínandi hreinn að innan og angar af viðarolíunni sem pabbi bar á innréttinguna, og tjöruhreinsun er líka lokið. Nú er bara eftir að bóna hann, sem gerist á morgun. ÍBaca selengkapnya
Það er skrítin tilfinning...

...að vera að pakka niður fyrir svona langt ferðalag og þurfa ekki að hugsa um að halda þyngdinni og fyrirferðinni á farangrinum undir 23 kg í einni tösku. Auðvitað er ákveðið hámarkBaca selengkapnya
Fastir punktar

Einhver minntist á það við mig um daginn að ég væri með ansi marga staði á ferðaáætluninni minni fyrir þessa reisu, en málið er að þetta er bara óskalisti. Svo eru sumir staðirnirBaca selengkapnya
Spennan eykst

Jæja, þá er innan við vika til brottfarar, og titringurinn er að byrja. Ég er yfirleitt pollróleg dagana fyrir ferðalög og tek síðan út spenninginn með svefnleysi nóttina fyrirBaca selengkapnya
Næstum búin að pakka í bílinn

Það kom mér á óvart að mér tókst ekki að fylla í allt pláss í bílnum. Fötin eru komin út, svo og öll eldurnar- og mataráhöld og ýmsar nauðsynjar, ásamt kortum og leiðsögubókumBaca selengkapnya
Í byrjun ferðar

Mér finnst þetta vera góð byrjun (sjá mynd)
Varmahlíð

Spurning: Hvað er verra en að keyra í sviptivindasömu roki?
Svar: Að keyra í sviptivindasömu roki og vera í spreng.
Á Egilsstöðum

Veðrið var svo leiðinlegt í gær að ég ók, með fáum stoppum, á Egilsstaði í gær. Ég hafði ætlað að taka því rólega, stoppa oft, teygja úr mér, jafnvel fara í labbitúr umBaca selengkapnya
Búin að skoða mig um...

Gekk upp að Hengifossi og fékk þar góðan 5 km labbitúr. Fór að Skriðuklaustri, og sá etv. orminn...
Komin á Seyðisfjörð

Var hér í nótt. Rúntaði um allt og skoðaði bæinn og í dag er veður til að fara á röltið. Norræna beið mín í höfn - verst að geta ekki farið um borð og sofið þar...
Bíða, bíða, bíða

Nú bíður maður bara eftir að vera hleypt upp í skip.
Komin um borð

Það er góð sjóveðurspá alla leið, og það á að vera fínt veður í Þórshöfn á morgun.
Fréttir frá Tórshavn

Ég komst hvergi í wifi-samband í Þórshöfn, og er reyndar komin til Danmerkur, en hér er mynd frá Þórshöfn.
Daugård, Denmark

Mér skilst á frændfólki mínu sem ég heimsótti í Aarhus að vorið og ég höfum valið sama dag til að koma til Danmerkur. Hér var heitt og sól og notalegt að sitja úti í sólinni ogBaca selengkapnya
Daugård, Denmark

Var hér í nótt, á yndislega fallegu tjaldstæði.
Sit nú og sötra kaffi á MacD... og er búin að uppgötva að ég er með sjóriðu. Það virðist allt vera á hreyfingu í kringumBaca selengkapnya
Wismar, Germany

Var á þessu fína stellplatz í nótt, langminnsti bíllinn á staðnum. Hin myndin sýnir stærsta farartækið.
Vissi að gat ekki enst...

Eftir sólina í gær er veðrið nú svalt og hvasst, með rigningu á köflum.
Ímyndið ykkur akstur á Kjalarnesinu í roki. Nema meðalhraðinn er 120 km/klst á hægri akreininni. Það erBaca selengkapnya