March - June 2017
 • Explore, what other travelers do in:
 • Day79

  Kópavogur, Iceland: Ferðalok

  June 6, 2017 in Iceland ⋅ ⛅ 7 °C

  Ferðinni lýkur á sama hátt og hún endaði: með mynd af kílómetramælinum.

  27.537 km eknir - ekki alveg jafn rómantísk tala og ég byrjaði með, en bara ágætis vegalengd. Á myndinni glittir líka í viðvörunarljósið sem kviknaði á í Brunschweig og hefur logað síðan. Bíllinn gat a.m.k. sagt mér í þetta skipti hvað er að: sprungin pera í númersljósinu.Read more

 • Day79

  Kirkjubæjarklaustur, Iceland

  June 6, 2017 in Iceland ⋅ 🌧 9 °C

  Maður tekur ekki ,,road trip" á Íslandi án þess að fá sér eina svona.

  Afgreiðslustúlkan í sjoppunni: "Sorry, I don't speak Icelandic".

 • Day79

  Seydisfjordur, Iceland

  June 6, 2017 in Iceland ⋅ ☁️ 3 °C

  Það var svo hvasst að það var varla stætt úti á dekki þegar siglt var inn á Seyðisfjörð, og kalt eftir því. Ég tók þessar myndir og fór svo inn og horfði á fjöllin út um gluggann á kaffihúsi skipsins.

 • Day74

  Hvide Sande, Danmörku

  June 1, 2017 in Denmark ⋅ ☀️ 12 °C

  Fór í indæla gönguferð á ströndinni - með fulla skó af sandi af því það var of kalt til að vera berfætt. Fann ókeypis húsbílastæði, en vissi betur en að nýta mér það, því það er svo til undir vindtúrnbínunum þremur á fyrstu myndinni og ég veit hvað hvinurinn í þeim getur verið hvimleiður eftir dvöl mína í Danmörku 1996, í skugga einnar svona túrbínu.

  Síðasta myndin er af bakflæðinu... afs. kvöldmatnum mínum. Geri þetta ekki aftur. Svona mat á að borða í hádeginu eða um fjögurleitið aðfararnótt laugardags á leiðinni heim af djamminu, en ekki sem kvöldverð.
  Read more

 • Day74

  Nordsee Camping zum Zeehund, DE

  June 1, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 13 °C

  Ég var í Simonsberg, rétt hjá Husum, í nótt. Þetta er önnur dýrasta gistingin í ferðinni, rúmar 29 evrur, en staðsetningin er flott og undan engu að kvarta, a.m.k. ekki ef manni er sama um smá sveitalykt.

  Sjá enga sæhunda (seli), en hins vegar helling af fýlulegum rollum og lömbum.

  Norðursjór er rétt handan við veginn og gengið niður að honum í gegnum beitiland fullt af sauðfé, ofan á flóðvarnargarði.

  Þarna voru nokkrir kuldaþolnir eldhugar að kitesurfa, sem virðist vera stórskemmtileg íþrótt, og einn maður synti í brúnum sjónum þrátt fyrir öldugang og kulda. Brrrr!
  Read more

 • Day72

  Wolfsburg, Þýskalandi

  May 30, 2017 in Germany ⋅ 🌧 23 °C

  Ég fór og heimsótti Wolkswagen-safnið. Þar var marga bíla að sjá, s.s. hinar ýmsu týpur bifreiða sem VW hefur framleitt, prótótýpur sem aldrei fóru í framleiðslu, sérframleidda bíla og breytta bíla. Hér eru nokkur dæmi:Read more