• Daugård, Denmark

    7. mai 2017, Danmark ⋅ ☀️ 15 °C

    Mér skilst á frændfólki mínu sem ég heimsótti í Aarhus að vorið og ég höfum valið sama dag til að koma til Danmerkur. Hér var heitt og sól og notalegt að sitja úti í sólinni og njóta blíðunar.
    Ég hóf strax landkönnun og heimsótti Ejer Bavnehoj, sem mér var kennt í barnaskóla að væri hæsti landfræðilegi punktur Danmerkur (hann er það ekki). En auðvitað þurfti að hækka hann aðeins (sjá mynd).
    Verandi andstyggilegur Íslendingur var ég með hláturinn sjóðandi í mér á meðan á heimsókninni stóð.
    Ók 280 km.
    Les mer