• Fyrsta heita máltíðin

    May 11, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 18 °C

    Ég hef verið hikandi við að elda mat inni í bílnum, bæði út af lykt og hreinlæti. Ferðagashellan sem ég er með virkar illa utandyra ef það örlar á vindi og ef það hefur verið innieldunaraðstaða á húsbílastæðunum sem ég hef verið á hingað til, þá hefur það farið fram hjá mér. Því hef ég í mesta lagi hitað mér vatn í te hingað til í ferðinni.
    En þar sem ég er núna er þessi fína eldunaraðstaða, þannig að ég dreif í heita máltíð. Notaði af því sem ég átti í bílnum og bjó til þennan fína baunarétt.
    Uppskriftin: 1/2 laukur, sneiddur; 1 dós nýrnabaunir; 1 lítil dós tómatkraftur; súpukraftur eftir smekk; dass af sojasósu; smá feiti til að steikja.
    Svissið laukinn í feitinni, bætið við baunum og tómatkrafti, hitið í 2-3 mínútur og smakkið til með kraftinum og sojunni.

    Held ég kaupi mér beikon til að steikja á morgun.
    Read more