Satellite
Show on map
  • Day 60

    Bamberg, Þýskalandi, 18. maí

    May 18, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 25 °C

    Í dag var svipað heitt og í gær, en ég klæddi mig eftir veðri, smurði á mig sólarvörn, passaði mig að vera alltaf með eitthvað til að drekka við hendina, og gekk h-æ-g-t, enda er ég bara hress eftir daginn.

    Það er margt að sjá í Bamberg. Ég skoðaði dómkirkjuna að innan og utan og kíkti á rósagarðinn sem er hluti af byggingu sem nefnist "nýja setrið" og var aðsetur biskupa borgarinnar til forna. Rósirnar voru bara rétt að byrja að mynda knúppa, en garðurinn er eflaust mjög fallegur þegar þær eru í blóma. Útsýnið yfir bæinn ofan úr garðinum er hins vegar stórkostlegt á öllum árstímum.

    Ég rölti síðan um og skoðaði hús og kirkjur að utan, og stakk mér inn í áhugaverðar litlar búðir í gamla bænum, s.s. leirílátaverslun og bakstursáhaldabúð.

    Fékk mér Bamberger-bakkelsi í kaffinu, og er nú nýlokin við að drekka rauchbier, sem er sérstakur dökkur bjór sem er bruggaður hérna og lyktar af reyk.
    Read more