• Berchtedsgaden, Þýskalandi (19. maí)

    20 de mayo de 2017, Alemania ⋅ ⛅ 13 °C

    Vaknaði frekar seint í morgun, enda lenti ég í þvílíkri baráttu við náttúruöflin í gær að ég var alveg búin á því þegar ég loks komst í örugga höfn. Ég lenti sem sagt í því að keyra, í fyrsta og vonandi síðasta skipti, í þrumuveðri með sviptivindum og brjálaðri rigningu og niðandi myrkri. Var mjög þakklát fyrir að geta elt ljósin á flutningabílnum fyrir framan mig.

    En áður en það gerðist var steikjandi hiti og sól - fór í 30°C. Eftir að hafa heimsótt hina hrollvekjandi rjómatertubasiliku í Waldsassen skoðaði ég Valhöll við Dóná - minnismerki frá 19. öld um þýskt þjóðarstolt. Skrítið hún skuli vera eftirmynd af grísku musteri...
    Leer más