Satellite
Show on map
  • Day 16

    Komin til San Marino...

    September 10, 2019 in San Marino ⋅ ⛅ 23 °C

    ...eftir ekkert rosalega langa dagleið, en mjög seinfarna. Ég lagði af stað frá Cavallino-Treporti um kl. 8:00 og var komin til San Marino um 15:15 = ca. 7 klukkutímar sem tók að komast tæpa 300 km. Þar af hefur farið ca. einn og hálfur klukkutími í hvíldarstopp, því svona akstur er mjög þreytandi. Til viðmiðunar er þetta ca. vegalengdin frá Reykjavík til Blönduóss, sem maður fer yfirleitt á ca. 3 1/2 klst. með stuttum stoppum í Borgarnesi og Staðarskála.

    Ástæðan? Svæðið er mjög þéttbýlt og hámarkshraðinn í bæjunum er 50 km/klst, þ.e. þegar hann er ekki 30 eða 40. Hraðinn úti á vegunum getur verið mjög breytilegur og ég ók t.d. í gegnum 50, 60, 70, 90, 110 og 130 km/klst. svæði. Stundum fær maður að keyra heila 300 metra á 70 á milli tveggja 50 km svæða.

    Ég er fegin að það eru góðar bremsur í bílnum, því það eru hraðamyndavélar á hverju strái og vissara að halda réttum hraða ef maður vill ekki fá glaðning með póstinum.

    Svo eru það hringtorgin. Ég held að það séu góðar líkur á að Ítalir (eða rómverskir forfeður þeirra) hafi fundið þau upp. Þau eru a.m.k. nógu andskoti mörg hérna, og sum risastór.

    Ég held ég láti þetta nægja í bili.

    P.s. ég er að hugsa um að skrifa lýsingu á ítalskri umferðarmenningu. Hún er... áhugaverð.

    P.p.s. gps-slóðin er svolítið skrítin - ég gleymdi tvisvar að setja tækið af stað eftir hvíldsrstopp.
    Read more