• Köln

    September 24, 2019 in Iceland ⋅ ☁️ 11 °C

    Hvað gerir maður þegar ferðaleiðinn sækir á?

    Jú, maður breytir til. Þess vegna fór ég í dýragarð í morgun, og langan labbitúr inn í miðborg Kölnar. Kíkti inn í dómkirkjuna, sem var alveg jafn stór og mig minnti, og skellti mér svo í verslunarleiðangur.
    Primark er allt gott og blessað, en uppáhaldsbúðirnar mínar í Þýskalandi eru C&A, því þer get ég alltaf fundið á mig föt. Ætla samt ekki að kaupa á mig dirndl, sama hvað það er til mikið úrval af þeim.
    Read more