Satellite
 • Day37

  Kolding

  October 1, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 7 °C

  Ég er á tjaldstæði í Kolding, á austurströnd Danmerkur. Mundi allt í einu í gærkvöldi eftir krukku af hveiti í matarskúffunni, og af því að ég átti líka til egg, mjólk og smjör, þá skellti ég í lummur í morgunmatinn, og bætti svo við beikonteningum og spældi hitt eggið. Þetta er örugglega matarmesti morgunmaturinn sem ég hef borðað í ferðinni.

  Held ég þurfi að fara og versla í ískápinn á eftir.

  GPX-skráin sýnir ferðalag gærdagsins.
  Read more