Satellite
Show on map
 • Day40

  Líður að heimför

  October 4, 2019 in Denmark ⋅ ☁️ 7 °C

  Ég var komin á tjaldstæði um fimmleitið í gær. Dagurinn hafði verið bjartur og svo til logn, en mér fannst vera rigningarlykt í loftinu og ákvað að gera tiltekt í bílnum þá, frekar en í dag, bara til vonar og vara. Náði að pakka niður fötum og fleiru fyrir siglinguna, og troða ýmsu lauslegu ofan í rúmbekkinn. Kláraði líka kælivöruna úr ískápnum, enda er ekki hægt að hafa hann í gangi á heimleiðinni.

  Seint um kvöldið kom svo hellirigning, og það rigndi fram að hádegi, og var kalt eftir það, um 7 °C. Ég fór því í annan nytjamarkaðaleiðangur og náði 6 nytjamörkuðum, einum flóamarkaði og einni skranbúð. Afraksturinn voru 3 bækur og ein stytta í smádótasafnið mitt.

  Strandmyndin sýnir hvað veðrið var yndislegt í gærmorgun, og hin myndin er af sjarmerandi gamalli vöruskemmu í Hjørring sem nú hýsir m.a. dýrlega skranbúð.

  Það eru einhverjar gloppur í GPX-skrá dagsins.
  Read more