• Stykkishólmur

    June 20, 2021 in Iceland ⋅ ☀️ 8 °C

    Hér er veður með fallegra móti, en vindur frekar kaldur. Þó gat ég verið á bolnum í kringum hádegið. Er búin að taka rúntinn um bæinn, fara í sund, versla á handverksmarkaðnum, ganga upp í Súgandisey og borða fiskisúpu á Narfeyrarstofu. Bíð nú eftir að Baldur láti úr höfn.
    1. Þessi litla vík er fyrir neðan kirkjuna og gefur góð tækifæri til myndatöku.
    2. Kirkjan minnir mig á dreka frá þessu sjónarhorni.
    3. Höfnin og Súgandisey.
    4. Stuðlaberg.
    5. Vitinn í eyjunni.
    6. Ginið á Baldri.
    Read more