Satellite
Show on map
  • Day 58

    Safnadagurinn mikli

    May 16, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

    Ég var mætt í miðborgina á slaginu tíu og komin upp í Zwinger korter yfir, rétt til að heyra í klukknaspili byggingarinnar. Ég held að bjöllurnar séu úr postulíni!

    Skoðaði einstakt postulínssafn, heillandi safn gamalla mælitækja sem flest eru líka skrautmunir, og síðast en ekki síst Alte Meister málverkasafnið.

    Að þessu loknu snæddi ég síðbúinn hádegisverð, sór þess eið að snúa aftur og skoða Dresden, Meißen og Saxneska Sviss almennilega (gefa mér svona viku), og lagði af stað til Bamberg.

    Er nú við Störmthaler See, vatn sem er svo smátt að það er ekki á neinu af kortunum mínum, og verð hér í nótt.

    Steikti mér pönnsur áðan, ætlaði að gera það á afmælinu í gær, en aðstæður buðu ekki upp á það. Hér var hins vegar logn, þannig að ég gat athafnað mig úti við.
    Read more