Satellite
Show on map
  • Day 68

    Hunawihr

    May 26, 2017 in France ⋅ ☀️ 21 °C

    Ég fékk að gera góðverk í dag. Ég fór sem sagt og heimsótti storkamiðstöð í Hunawihr sem hefur það að markmiði að bjarga storkastofninum á svæðinu frá útrýmingu. Þarna eru margir storkar saman komnir og ungar eru handaldir til að tryggja að þeir lifi til fullorðinsára. Þarna eru líka ýmis önnur dýr til sýnis, s.s. otrar, bísamrottur og skepna sem nefnist "grand hamster", þ.e. evrópsk hamstrategund sem er svo sannarlega "grand" því þeir eru á stærð við naggrísi.

    Ég var á labbi í gegnum garðinn og í tröppunum við otrahúsið kom ég auga á þrjá fuglsunga sem höfðu dottið úr hreiðri. Einn var dauður en hinir tveir voru lifandi og ég fór með þá í afgreiðsluna og þar tók starfsmaður garðsins við þeim. Ég var látin skrifa nafnið mitt í skýrslu um fundinn, sem vekur hjá mér von um að ungarnir verðu handaldir og nái að lifa til fullorðinsaldurs.

    Engar myndir af ungunum, en hér eru einn storksungi í staðinn:
    Read more