Satellite
Show on map
  • Fyrstu dagarnir í ferðinni

    August 22, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 11 °C

    …munu aðallega fara í akstur. Fyrst þarf ég að koma mér austur á Seyðisfjörð og ætla að taka í það tvo daga, skoða mig smávegis um og heimsækja fólk á leiðinni, t.d. á Sauðárkróki og Seyðisfirði og etv. Akureyri. Legg af stað á mánudagsmorguninn. Geri ráð fyrir að gista fyrri nóttina á Akureyri og þá seinni á Egilsstöðum.

    Kl 18:00 á miðvikudaginn fer ég í innritunarröðina fyrir Norrænu og kl. 20:00 á skipið að sigla.

    Svo taka við u.þ.b. 2 ½ rólegheitadagar um borð, með einu smá hléi þegar skipið leggst að bryggju í Þórshöfn í Færeyjum. Það er lítið annað að gera um borð en að sofa, lesa og vinna handavinnu - ef maður er ekki í stuði til að hanga á barnum eða leika sér í spilakössum - og ég verð því vel hvíld fyrir aksturinn til Ítalíu. Ég ætla nefnilega ekkert að túristast í Danmörku og lítið í Þýskalandi og Austurríki, heldur brenna nokkurn veginn beinustu leið til Bolzano.
    Read more