Satellite
Show on map
  • Áætlunin fyrstu dagana í Evrópu

    August 22, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 11 °C

    Norræna á að leggjast að bryggju í Hirtshals í Danmörku um 10:00 að morgni 31. ágúst. Ég kemst í fyrsta lagi út úr skipinu um 11:00, sennilega nær 12:00, því fólksbílarnir frá Íslandi fara síðastir frá borði. Þá skal haldið út á hraðbraut E39 og ekið til Álaborgar, þar inn á E45 sem síðan verður að A7 við þýsku landamærin. Á henni verð ég svo þar til ég kem að austurrísku landamærunum.

    Það fer svo eftir því hversu seint ég er á ferðinni og hversu hress ég er hvort ég stoppa og gisti í Flensborg eða held áfram og verð í Hamborg eða einhvers staðar þar á milli. Lengra en til Hamborgar ætla ég a.m.k. ekki þann daginn.

    Næsta dagleið, ef allt gengur að óskum, verður Hamborg til Rothenburg ab der Tauber, og síðan Rothenburg til Garmisch-Partenkirchen, og loks þaðan til Bolzano. Ef þetta gengur eftir verð ég komin þangað 3. september.

    Ég er búin að reikna út að með ca. 5-6 klukkustunda dagleiðum eftir hraðbrautinni komist ég þangað í síðasta lagi 4. september - þann 3. ef vel gengur. Via Michelin-vefsíðan – sem ég mæli með fram yfir Google Maps til skipulagningar á akstursleiðum – segir mér að við bestu aðstæður (hámarkskraði alla leið, engar tafir, gott veður) eigi að taka 14 ½ klst að keyra stystu/fljótlegustu leið á milli Hirtshals og Bolzano - um 1540 km - en bestu aðstæður eru bara aldrei til staðar og það er betra að áætla varlega.

    Svo ætla ég heldur ekki stystu leið – það er tiltekinn fjallvegur sem mig langar að taka frá Austurríki til Ítalíu og hann er bæði hlykkjóttur og seinfarinn, ekki síst vegna þess að maður er víst alltaf að stoppa til að dást að útsýninu: Timmelsjoch/SS444Bis: https://www.dangerousroads.org/europe/austria/3…
    Read more