• Ef maður er með nesti...

    August 29, 2019 in Faroe Islands ⋅ 🌧 10 °C

    ..um borð í Norrænu verður maður annað hvort að éta það inni í klefa í óþökk herbergisfélaganna, kaupa sér kaffi í The Diner og laumupokast með nestið úti í horni þar sem afgreiðslufólkið sér ekki til, eða éta það úti á þilfari. Hér er reyndar þak, og annar endinn er lokaður, en hinn endinn er opinn út og það getur orðið kalt. Læt mig samt hafa það.

    P.s. Get innilega mælt með rúllupylsunni frá Kjøtbúðinni. Hún er vel krydduð og smakkast eins og heimatilbúin.
    Read more