• Ég þakka nú bara fyrir að vera óslösuð

    September 6, 2019 in Italy ⋅ ⛅ 16 °C

    ...og bíllinn í heilu lagi. Í gær lenti ég nefnilega í því á autoströdunni að það svínaði fyrir mig lítill flutningabíll. Á fullum hraða (110 km/klst) hefði þetta orðið banaslys, en sem betur fer hafði hægt svo á umferðinni að hún rétt lúsaðist áfram og því náði ég að negla niður og hann líka. Þetta er góð áminning um að líta ekki bara í baksýnisspegilinn áður en maður tekur fram úr, heldur að nota líka hliðarspeglana.Read more