Satellite
Show on map
  • Day 20

    Flórens

    September 14, 2019 in Italy ⋅ ⛅ 27 °C

    Kom til úthverfis Flórens í gær og gat lítið annað en að koma mér fyrir á tjaldstæðinu og falla í mók í hitanum. Hann fór í 34 °C.

    Fór svo inn í miðborg í morgun. Komst inn í Academia-safnið til að skoða Davíð eftir bara hálftíma bið. Það safn er mjög fallegt og þess virði að skoða, þó að megnið af listaverkunum sé með trúarlegu þema, sem er vanalega ekki eitthvað sem ég hrífst af ( nema ég litast alltaf um eftir heilögum Hýerónýmusi, sem er verndari þýðenda).

    Fór svo á röltið. Nennti ekki að bíða eftir að komast inn í dómkirkjuna, en dáðist að henni utanfrá.

    Er ekki jafn hrifin af Flórens og Siena - finnst hún hálf-fráhrindandi, en kannski er það hitanum að kenna.

    P.s. ef ykkur langar að sjá hvað ég villtist rækilega í Flórens við að leita að fyrst einu og svo öðru tjaldstæði, opnið þá .gpx-skrána og skoðið Flórens-endann á kortinu. Annað tjaldstæðið var ekki til, og hinu var búið að loka, en það gerði ekkert - ég endaði uppi á frábæru tjaldstæði úti í sveit.
    Read more