Satellite
Show on map
  • Day 21

    Flórens-Pisa, með viðkomu í Primark

    September 15, 2019 in Italy ⋅ ☁️ 26 °C

    Ég ók frá Flórens til Pisa í dag. Aksturinn tók ekki nema um 3 tíma, en ég var dugleg að stoppa til að viðra mig, og fór m.a. í Primark og fékk þar hlý náttföt til að nota í bílnum heima á fróni.

    Kom til Pisa um fjögurleitið og uppgötvaði að tjaldstæðið er ekki nema í um 800 metra fjarlægð frá aðalaðdráttaraflinu, svo ég brá mér í labbitúr og kíkti á þann skakka. Það var gaman að fylgjast með fólki að taka "rétta við turninn" og aðrar sjónarhornsmyndir.

    Ég labbaði svo í bæinn og mætti lúðrasveit á hestbaki. Í kjölfar hennar kom svo götusópari sem þreif jafnóðum upp skítinn eftir hrossin. Á leiðinni til baka rakst ég aftur á lúðrasveitina, sem virtist hafa stillt sér upp til myndatöku. Það væri gaman að vita hvort þetta er daglegur viðburður eða hvort þetta var af sérstöku tilefni.

    P.s. aftur er áhugavert að skoða .gpx-myndina, sérstaklega þegar ég nálgast Pisa. Slaufurnar voru svo svakalegar að ég veit ekki hvað ég fór í marga hringi - og þetta eru ekki villur, heldur leiðin á tjaldstæðið.
    Read more