• Nîmes

    September 18, 2019 in France ⋅ ⛅ 27 °C

    Í dag skoðaði ég eitt best varðveitta hringleikahúsið sem til er frá tímum Rómverja. Það er staðsett í Nîmes, sem var á sínum tíma mikilvæg fyrir tangarhald Rómarveldis á svæðinu. Það varðveittist svona vel af því að því var breytt í virki eftir að Róm missti borgina úr höndum sér. Það er enn þá notað sem tónleikastaður og leikhús.
    Fór svo inn í bæinn og viti menn: ég fann ísbúð sem seldi sykurlausan ís!
    Read more