Satellite
 • Day39

  Grenen

  October 3, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 9 °C

  Ég fór út á Grenen í dag - nyrsta punkt Danmerkur. Landslagið hérna er eyðilega fallegt, sandhólar vaxnir grastegundum, kjarri og trjám. Birtan minnir á Ísland, mjög tær og loftið er hreint og hressandi.

  Skoðaði m.a.s. kirkjuna í sandinum og skotbyrgi frá seinni heimsstyrjöld. Kirkjan var afhelguð og kirkjuskipið rifið þegar ljóst varð að ekki væri hagkvæmt að verja hana fyrir því að sökkva í sandinn, en turninn fékk að standa sem siglingamerki.

  Taldi 12 stór flutningaskip úti á Kattegat.

  Skagen, þ.e. bærinn, ekki skaginn sjálfur, er mjög gulur - maður sér varla annan lit á húsum í gamla bænum.
  Read more