• 6. okt. kl. 14:35

    October 6, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

    Kafteinninn var að enda við að tilkynna að skipið mundi leggjast að bryggju í Þórshöfn kl. 22:30 í kvöld, en ekki í fyrramálið eins og til stóð, og að bara farþegar til Færeyja fengju að fara í land. Skipið siglir svo af stað til Íslands eins fljótt og auðið er.
    Ef ég skildi svo þýska fararstjórann sem sá um þýsku tilkynninguna rétt, þá verður skipið komið til Seyðisfjarðar kl. 17 á mánudaginn, en ekki kl. 9 á þriðjudag.
    Engin skýring var gefin, en ég ímynda mér að sennilega sé skipið í kappsiglingu við krappa vetrarlægð - ég fékk nefnilega, áður en ég lagði af stað frá Danmörku, viðvörun um að það gæti orðið slæmt sjólag á mánudaginn.
    Read more