• 6. okt. kl. 15:45

    October 6, 2019 in Iceland ⋅ ⛅ 10 °C

    Hreyfingin á skipinu hefur verið að smáaukast frá því morgun, og af og til er veltan nógu mikil til að hafa áhrif á jafnvægi farþega skipsins. Það er alskýjað og frekar dimmt miðað við tíma dags, en þó sjást sólstafir í fjarska og svæði á sjónum undir þeim virðist glóa silfurhvítt.Read more