• Komin í land

    May 20, 2023 in Germany ⋅ ⛅ 13 °C

    Þá er ævintýrið hafið. Norræna lagðist að bryggju í Hirtshals kl. 11, og ég var komin í land fyrir tólf. Ók svo með nokkrum stoppum til Þýskalands. Þetta verður sennilega lengsti akstursdagurinn í ferðinni, rúmir 500 km, nánast allt á hraðbrautum frá Hirtshals til Schleswig, og þaðan á þjóðvegum.

    Ferðalagi dagsins lauk í þorpinu Kollmar á bökkum Saxelfar. Þar fann ég friðsælt tjaldsvæði til að eyða fyrstu nóttinni á meginlandinu.

    Fleiri myndir þegar ég kemst í frítt netsamband.
    Read more