Satellite
Show on map
  • Day 4

    Allt í grænum sjó

    May 18, 2023 in Faroe Islands ⋅ 🌬 10 °C

    Norræna siglir nú í svolitlum öldugangi og þoku í áttina til Færeyja (hún verður komin að landi þegar ég hleð þessu upp). Það er ýmislegt breytt um borð frá því síðast.

    T.d. hefur skipið verið hækkað og það er kominn glæsilegur bar með útsýni í 3 áttir framarlega á skipinu, uppi á 10. þilfari, og notalegi þilfarsbarinn á 6. (eða var það 7.?) þilfari, þessi með sóðalega skýlinu þar sem var svo gott að fara til að borða nestið sitt, er farinn. Eini staðurinn þar sem maður virðist geta étið mat sem er ekki keyptur um borð (annars, staðar en inni í klefa) virðist vera setsvæði undir berum himni, sem er fínt í góðu veðri en afleitt í roki og/eða rigningu.

    Inni í kaffiteríunni og á barnum á 5. þilfari eru svo komnar bókahillur með úrvali af bókum á færeysku, dönsku, ensku, íslensku og þýsku (kannski fleiri tungumálum).

    Ég minntist á fiskaþemað á ganginum "mínum" í síðustu færslu, en það er fuglaþema á einum af hinum göngunum.
    Read more