Satellite
Show on map
  • Day 15

    Calais - Boulogne-sur-Mer

    May 29, 2023 in France ⋅ 🌬 13 °C

    Ég hóf ferðalag dagsins í því að kíkja á ráðhúsið í Calais. Turninn á því er á heimsminjaskrá. Ráðhúsið er mun reisulegra en það í Reykjavík, en er líka svolítið óraunverulegt, eins og það sé byggt úr Legokubbum.

    Ég komst svo loksins út í náttúruna í alvöru gönguferð. Ég ók meðfram svokallaðri Ópalströnd í dag (kennd við mjúka, merlandi birtuna þar, sem listmálarar dýrka) og stoppaði við Blanc-Nez-höfða og gekk meðfram honum, niður að ströndinni og upp í gegnum smábæinn Escalles, ca. 5 km, í fínasta gönguveðri: sólskini og svölum vindi utan af Ermarsundi.

    Síðan ók ég til Boulogne-sur-Mer og heimsótti sjávar- og sædýrasafnið Nausicaa, sem er eitt það stærsta í Evrópu. Það kostar talsvert inn, en er vel þess virði ef maður hefur áhuga á sjávarlífverum og málefnum hafsins.
    Read more