Satellite
Show on map
  • Day 21

    Fontainebleau

    June 4, 2023 in France ⋅ ☀️ 24 °C

    Í dag fór ég og skoðaði Fontainebleau, fyrrum aðsetur franskra konunga og keisara. Hún minnir mig um margt á Hampton Court-höll í Englandi, s.s. að því leyti að þetta er algert völundarhús, þarna eru híbýli frá mörgum tímabilum og sagan spannar aldir og marga konunga og drottningar, nokkra Napoleóna og a.m.k. einn páfa. Vel þess virði að gera sér dagsferð frá París, og hún er ekki eins vinsæl og Versalir, sem þýðir minni troðningur og færra fólk.

    Ég hitti svo á að það var listahátíð í gangi, sem fjallaði annars vegar um Belgíu og hins vegar um veðurfar í list, en þar sem fyrirlestrarnir voru á frönsku gagnaðist það mér lítið. Hins vegar var ókeypis inn í tilefni hátíðarinnar og opið inn í málverkagallerí sem oftast nær er lokað almenningi. Svo voru ungir leiðsögumenn að segja fólki frá hinu og þessu og ég græddi á því. Mjög góð heimsókn.
    Read more