• Provins - Champagne

    June 4, 2023 in France ⋅ 🌙 18 °C

    Frá Fontainebleau fór ég til Provins, bæjar sem er þekktur fyrir vel varðveitt virki og hús frá miðöldum, svo mjög að hann fór á heimsminjaskrá 2001. Það var álíka djöfullega heitt í dag og í gær, en það bjargaði miklu að það var nægur vindur til að maður var ekki alveg að stikna úti við.

    Fann mér svo notalegt tjaldsvæði í Dormans í Marne-dalnum, innan um vínekrur. Keyri kannski Kampavínsveginn á morgun. Verst að geta ekki komið við og smakkað - mig langar alveg í kampavínssmökkun en langar hinsvegar ekkert til að láta taka mig fyrir ölvunarakstur😉
    Read more