• Schweich, Móseldalnum

    June 6, 2023 in Germany ⋅ ☀️ 19 °C

    Gisti í nótt á bökkum Mósel. Labbaði upp í bæinn og verslaði í uppáhalds þýsku kjörbúðinni minni, Edeka. Kvöldmaturinn var ferskur aspas, brasaður í smjöri með smá salti. Tók um 5 mínútur á gashellunni (ca korter ef það er gert í ofni; gott að strá sesamfræi yfir).

    Uppgötvaði þennan funkí gosbrunn í gönguferðinni. Fann líka garnbúð og ritfangaverslun sem ætla að kíkja betur á í fyrramálið.
    Read more