• Í Móseldalnum

    6 juin 2023, Allemagne ⋅ ☀️ 21 °C

    Það er lítið af mér að frétta annað en að ég er búin að vera á ferðalagi. Hef ekið eftir þjóðvegum og sveitavegum og notið útsýnisins yfir skóga og blómlegar sveitir Frakklands, Lúxemborgar og Þýskalands. Er núna byrjuð að dóla mér upp meðfram Mósel. Það er ekkert sérstakt á dagskránni, enda vék ég út af áætlaðri leið og er bara að njóta þess að vera til. Er að hugsa um að taka verslunardag á morgun í Trier og Koblenz.

    Myndin er frá Lúx.
    En savoir plus