• Komin til Hirtshals

    June 11, 2023 in Denmark ⋅ 🌙 15 °C

    Í dag dólaði ég mér áfram norður eftir Jótlandi, kíkti á loppumarkað í Álaborg, verslaði í Bilka, fékk mér eina franska, og kom mér til Hirtshals.

    Fékk mér labbitúr um bæinn og sá meira af tómu verslunarhúsnæði en verslunum og fannst bærinn vera svolítið umkomulaus. Tjaldsvæðið er hins vegar alltaf jafn fullt og ég verð að segja að aðstaðan hérna er sú flottasta sem ég hef séð á nokkru tjaldvæði í ferðinni. Það eru m.a.s. sjónvarpsherbergi, inni- og útieldhús og séraðstaða til að gera að fiski, fyrir utan allt þetta venjulega.

    Er að pæla í að ganga út á Grenen á morgun - nyrsta punkt Danmerkur.
    Read more