Í gær gekk ég út á Grenen, nyrsta odda Danmerkur, þar sem Kattegat og Skagerrak mætast. Skilin eru sýnileg, því öldurnar koma úr sitt hvorri áttinni og ýmist stokkast eða skella saman.
Hér eru nokkrar svipmyndir þaðan, og svo 2 úr Norrönu. Ég er í klefanum á móti þeim sem ég hafði á leiðinni til Danmerkur, og hann er kenndur við fiskinn kolskegg. Hann er djúpsjávarvera, svört á lit og hefur eigin ljósgjafa. Enska heitið er Threelight Dragonfish. Ekki slæmt það.Read more