• Þangað og heim aftur
  • Þangað og heim aftur

Hringurinn - kannski

A 10-day adventure by Þangað og heim aftur Read more
  • Trip start
    July 28, 2020
  • Komin í Skjól

    July 28, 2020 in Iceland ⋅ ⛅ 13 °C

    Ég ætlaði að vera komin á Klaustur um þetta leiti, en á Selfossi rakst ég inn á nytjamarkað og þar var að finna gott úrval af DVD-diskum. Ég keypti m.a.s. 14 þáttaraðir af Supernatural og 2 af Doctor Who. Þegar ég kom að afgreiðsluborðinu var kona þar að taka upp diska og fleira og ég sá strax að hér var komið gamalt stell sem vinkona mín ein er að nota sem sparistell, svo ég dró upp símann og hringdi í hana, og úr varð að ég keypti allt heila klabbið. Mig langaði ekkert til að fara hringinn með 12 manna matar- og kaffistell í farangrinum, svo ég ók með þetta aftur í bæinn, afhenti það, þáði veitingar og lagði af stað aftur um þrjúleytið. Það eru vegaframkvæmdir við Ingólfsfjall og vegurinn lokaður til austurs, og var ekki í stuði til að aka Eyrarbakkaveg aftur, svo ég fór efri leiðina: Þingvallaveg og þaðan áfram fram hjá Geysi og að Skjóli. Það var alveg króksins virði.Read more

  • Gullfoss

    July 29, 2020 in Iceland ⋅ ☁️ 10 °C

    Það er frekar grátt yfir þessa stundina, og rigningarlegt, og reyndar hefur rignt smávegis í morgun. Ég ákvað að kíkja á Gullfoss, svona af því að það er bara ca. 5 mínútna akstur að honum frá tjaldstæðinu.
    Rakst þar á stóð af einu af mínum uppáhalds blómum: fjalldalafífli.
    Sá líka þessa vígalegu fjallahúsbíla. Það er gaman að sjá að það eru enn þá einhverjir af þessum gömlu Bens vörubílum ökufærir.
    Read more

  • Kaffihorniđ, Höfn í Hornafirði

    July 30, 2020 in Iceland ⋅ ☀️ 12 °C

    Pantaði mér pulled pork pizzu. Hún var falleg og bragðgóð, en það er eitthvað mikið að þegar það er meiri ostur en brauð í pizzunni...
    Mér var orðið illilega óglatt af öllum ostinum þegar ég var rétt hálfnuð með hana, svo ég kláraði af henni kjötið og leyfði afganginum, enda búin að fá vikuskammt af osti í einni máltíð.Read more

  • Restin af ferðinni...

    August 6, 2020 in Iceland ⋅ ⛅ 12 °C

    Ég ók beint til Egilsstaða frá Stöðvarfirði, og eins og a.m.k. tvisvar sinnum áður keyrði ég inn í mun betra veður þegar ég kom niður af Fagradal. Það entist hins vegar ekki lengi: ég ók yfir Hellisheiði eystri í dimmri þokusúld og roki, og í svipuðu veðri áfram til Þórshafnar, þar sem ég eyddi nóttinni.
    Það sást aðeins til sólar um kvöldið, en morguninn eftir var lágskýjað og þungbúið og ég nennti ekki að bíða til að sjá hvort það mundi létta til og því tók ég stefnuna á Húsavík. Auðvitað var svo hið besta veður þar, sól og hlýtt. Þetta var þriðja misheppnaða tilraunin mín til að skoða mig um á Langanesi og Melrakkasléttu.
    Veðrið batnaði eftir því sem vestar dró, og á Akureyri var c.a. 15°C hiti og sól.
    Ég var komin á Harrastaði - ættaróðal fjölskyldunnar - um fjögur, og var þar 2 nætur í rólegheitum með foreldrunum, og hélt svo heim á leið.
    Read more

    Trip end
    August 6, 2020