Germany
Dünnwald

Discover travel destinations of travelers writing a travel journal on FindPenguins.
Travelers at this place
    • Day 29

      Lux-Trier-Köln

      September 23, 2019 in Germany ⋅ ⛅ 18 °C

      Ég er komin með hálfgerðan ferðaleiða. Hann sprettur yfirleitt fram í lok 3. eða byrjun 4. viku langra ferðalaga hjá mér og lýsir sér í því að mig langar ekkert sérstaklega að skoða fleiri kirkjur/söfn/kastala/virkisborgir/miðaldabæi (í Evrópu, það er annað sem ég fæ leið á í öðrum heimsálfum), sama hversu merkilegt þetta telst. Var farin að finna fyrir þessu í Avignon, þar sem páfahöllin hefði venjulega sogað mig til sín, en ég nennti ekki einu sinni að fara og leita að henni þegar ég hélt í bæinn til að fá mér morgunverð.

      Það birti aðeins til í Ardèche-héraði, enda hef ég lítið séð af mikilfenglegri náttúru síðan ég kom niður úr Ölpunum, þó að vissulega hafi ég séð helling af landslagi.

      Í Lúxemborg nennti ég varla að fara í bæinn, en gerði það samt, en gat ekki æst mig upp í að fara í skipulagða skoðunarferð og lét mér nægja að labba hring í gegnum háborgina. Held ég hefðu gaman af að fara þangað aftur þegar ég er betur upplögð, því að saga landsins er stórmerkileg og eiginlega furðulegt að það hafi ekki orðið hluti af einhverju af stærri nágrannaríkjunum þegar þau voru að myndast.

      Í dag ók ég svo til Kölnar, með viðkomu í Trier, virti þar fyrir mér svarta turninn og fékk mér tyrkneska pizzu.

      Ætla svo að skoða Köln á morgun.
      Read more

    You might also know this place by the following names:

    Dünnwald, Dunnwald

    Join us:

    FindPenguins for iOSFindPenguins for Android