Islanda
Patreksfjörður

Scopri le mete di viaggio dei viaggiatori che scrivono diari di viaggio su FindPenguins.
Viaggiatori in questo posto
    • Giorno 3

      Flókalundur - Patreksfjörður

      21 giugno 2021, Islanda ⋅ 🌧 7 °C

      Ég fór með Baldri yfir Breiðafjörðinn síðdegis í gær í fallegu en svölu veðri, og gisti í Flókalundi í nótt. Þar er lítið og notalegt tjaldsvæði fyrir ofan hótelið.

      Í gærkvöldi byrjaði svo að rigna, en þó ekki fyrr en ég var búin að fá mér ærlega gönguferð niður að sjó og meðfram ströndinni. Nota bene: ekki láta Google Maps leiðsegja ykkur að Hellulaug - það fer með ykkur sundlauginni í orlofshúsahverfinu þarna rétt hjá. Hellulaugin er hins vegar innar með firðinum.

      Í morgun var svo ausandi rigning, en ég er ekki frá því að það sé heldur hlýrra en í gær. Á svona dögum vil ég halda mig innan dyra og hafa það notalegt, þannig að ég tók mig saman og ók niður að hóteli og fékk mér morgunmat þar og horfði á rigninguna út um gluggann. Þau bjóða upp á fínasta hlaðborð með alls konar góðgæti - meira að segja nýsteiktar vöfflur.

      Ég ók síðan til Patreksfjarðar og er nýkomin úr sundi þar. Það er eitthvað alveg sérstakt við að liggja í leti í heita pottinum á meðan rigningin baðar á manni hausinn. Á það ekki einmitt að vera svo hollt fyrir hárið að þvo það upp úr rigningarvatni?

      Svo skrapp ég á Bíldudal í rigningunni og kíkti á skrímslasafnið.
      Leggi altro

    Potresti conoscere questo luogo anche con i seguenti nomi:

    Patreksfjörður, Patreksfjoerdur, Patreksfjordur, 450, Патрексфьордюр

    Unisciti a noi:

    FindPenguins per iOSFindPenguins per Android