Á ferð og flugi um landið.
Message
 • Day41

  Komin á kajann

  October 5, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 7 °C

  Röðin er að smálengjast, en það eru áberandi færri bílar en t.d. þegar ég var hérna í hittífyrra, enda eru færri að fara með bíl til Íslands og Færeyja á þessum árstíma en á vorin og sumrin. Færeyjaröðin er talsvert lengri en Íslandsröðin.Read more

 • Explore, what other travelers do in:
 • Day41

  Þá fer að líða að því...

  October 5, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 5 °C

  Norræna var að sigla í höfn. Ég er búin að vera að gera mig og bílinn tilbúin til brottfarar. Pakkaði niður rúmfötum, nærfötum til skiptanna, hlýjum fötum og afþreyingu, og er núna að ganga þannig frá bílnum að ekkert geti skrölt, runnið til eða dottið ef það verður slæmt í sjóinn á leiðinni.Read more

 • Day40

  Líður að heimför

  October 4, 2019 in Denmark ⋅ ☁️ 7 °C

  Ég var komin á tjaldstæði um fimmleitið í gær. Dagurinn hafði verið bjartur og svo til logn, en mér fannst vera rigningarlykt í loftinu og ákvað að gera tiltekt í bílnum þá, frekar en í dag, bara til vonar og vara. Náði að pakka niður fötum og fleiru fyrir siglinguna, og troða ýmsu lauslegu ofan í rúmbekkinn. Kláraði líka kælivöruna úr ískápnum, enda er ekki hægt að hafa hann í gangi á heimleiðinni.

  Seint um kvöldið kom svo hellirigning, og það rigndi fram að hádegi, og var kalt eftir það, um 7 °C. Ég fór því í annan nytjamarkaðaleiðangur og náði 6 nytjamörkuðum, einum flóamarkaði og einni skranbúð. Afraksturinn voru 3 bækur og ein stytta í smádótasafnið mitt.

  Strandmyndin sýnir hvað veðrið var yndislegt í gærmorgun, og hin myndin er af sjarmerandi gamalli vöruskemmu í Hjørring sem nú hýsir m.a. dýrlega skranbúð.

  Það eru einhverjar gloppur í GPX-skrá dagsins.
  Read more

 • Day39

  Grenen

  October 3, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 9 °C

  Ég fór út á Grenen í dag - nyrsta punkt Danmerkur. Landslagið hérna er eyðilega fallegt, sandhólar vaxnir grastegundum, kjarri og trjám. Birtan minnir á Ísland, mjög tær og loftið er hreint og hressandi.

  Skoðaði m.a.s. kirkjuna í sandinum og skotbyrgi frá seinni heimsstyrjöld. Kirkjan var afhelguð og kirkjuskipið rifið þegar ljóst varð að ekki væri hagkvæmt að verja hana fyrir því að sökkva í sandinn, en turninn fékk að standa sem siglingamerki.

  Taldi 12 stór flutningaskip úti á Kattegat.

  Skagen, þ.e. bærinn, ekki skaginn sjálfur, er mjög gulur - maður sér varla annan lit á húsum í gamla bænum.
  Read more

 • Day38

  Djursland og Mols

  October 2, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 9 °C

  Ég fór út á Djursland og keyrði þar hringinn í dag. Var sérstaklega hrifin af hæðóttu landslaginu í Mols Bjerge-þjóðgarðinum. Hitti þar íslenska hesta, og naut góðs veðurs um stund, og svo fór að rigna og ég tók stefnuna á Álaborg. Lenti þar í hremmingum.

  Fyrst þurfti ég að keyra, eða öllu heldur silast, í gegnum miðbæinn um fjögurleitið, til að komast á tjaldstæðið sem GPS-tækið vísaði mér á. Kom að byggingarsvæði þar sem það átti að vera. Síðan aftur inn í miðbæ, þar sem umferðin hafði heldur þyngst. Það tók mig 45 mínútur að keyra 1,6 km! Held ég kvarti aldrei aftur yfir umferðinni í Reykjavík.

  Vitiði hvað? Þetta tjaldsvæði var líka orðið að byggingarlóð.

  Síðan ók ég 30 km, á tjaldstæði... sem var lokað. En sem betur fer var annað í nágrenninu og það var opið, þó ég þyrfti reyndar að hringja í umsjónarmanninn til að láta hleypa mér inn. Þetta stæði lokar á laugardaginn kemur, þannig að ég var heppin.

  En, það er hérna í bænum tvennt sem ég hef hug á að skoða á morgun, þannig að kannski var mér ætlað að flækjast hingað.
  Read more

 • Day37

  Kvöldmaturinn

  October 1, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 10 °C

  Ég átti lummur/blini afgangs frá gærkvöldinu og ákvað að gera eitthvað gott úr þeim, svo ég hitaði þær upp, bætti við smjöri og karamellusósu (sykurlausri) og var byrjuð á þessu þegar það hvarflaði að mér að bæta við hindberjum og þetta var ekki bara fallegt, heldur verulega gómsætt.

  GPX-skráin sýnir ferðalag dagsins.
  Read more

 • Day37

  Kolding

  October 1, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 7 °C

  Ég er á tjaldstæði í Kolding, á austurströnd Danmerkur. Mundi allt í einu í gærkvöldi eftir krukku af hveiti í matarskúffunni, og af því að ég átti líka til egg, mjólk og smjör, þá skellti ég í lummur í morgunmatinn, og bætti svo við beikonteningum og spældi hitt eggið. Þetta er örugglega matarmesti morgunmaturinn sem ég hef borðað í ferðinni.

  Held ég þurfi að fara og versla í ískápinn á eftir.

  GPX-skráin sýnir ferðalag gærdagsins.
  Read more

 • Day35

  Svipmyndir frá Esbjerg

  September 29, 2019 in Denmark ⋅ ⛅ 13 °C

  Ég eyddi morgninum í að heimsækja nytjamarkaði í Esbjerg og nærliggjandi bæjarfélögum - það viðraði ekki til útiveru og eitthvað þurfti ég að gera af mér.
  Náði sjö á 2 1/2 klst. Gott að nota Google Maps til að kortleggja og GPS-tækið til að leiðbeina sér.

  Afraksturinn var ss ekki mikill - 3 bækur og 8 lítil koníaksglös sem mamma hefur verið að leita að með logandi ljósi í nokkur ár. Hefði getað fyllt bílinn af garni, en það er frekar dýrt verðlagt og ég stóðst þær freistingar.
  Read more

 • Day34

  Ég er stödd á eðal-tjaldstæði

  September 28, 2019 in Denmark ⋅ 🌧 14 °C

  ...í Esbjerg. Á leiðinni hingað var rigningin farin að fara í pirrurnar á mér og því ákvað ég að gera eitthvað til að létta lundina, og úr varð að elda mér eitthvað gott. Niðurstaðan var útilegukássa (1 ds tómatar, 1 ds nýrnabaunir, pylsutittir, beikonteningar, þurrkaður laukur, hvítlaukur, salt, pipar og grænmetiskraftur) og af því að það er eldunaraðstaða hérna þurfti ég ekki að elda í bílnum í rigningunni. Sýnishorn af henni má nálgast á Instagramminu mínu.Read more

Never miss updates of Þangað og heim aftur with our app:

FindPenguins for iOS FindPenguins for Android