Á ferð og flugi um landið.
Message
 • Day74

  Hvide Sande, Danmörku

  June 1, 2017 in Denmark ⋅ ☀️ 12 °C

  Fór í indæla gönguferð á ströndinni - með fulla skó af sandi af því það var of kalt til að vera berfætt. Fann ókeypis húsbílastæði, en vissi betur en að nýta mér það, því það er svo til undir vindtúrnbínunum þremur á fyrstu myndinni og ég veit hvað hvinurinn í þeim getur verið hvimleiður eftir dvöl mína í Danmörku 1996, í skugga einnar svona túrbínu.

  Síðasta myndin er af bakflæðinu... afs. kvöldmatnum mínum. Geri þetta ekki aftur. Svona mat á að borða í hádeginu eða um fjögurleitið aðfararnótt laugardags á leiðinni heim af djamminu, en ekki sem kvöldverð.
  Read more

 • Day49

  Daugård, Denmark

  May 7, 2017 in Denmark ⋅ ☀️ 15 °C

  Var hér í nótt, á yndislega fallegu tjaldstæði.

  Sit nú og sötra kaffi á MacD... og er búin að uppgötva að ég er með sjóriðu. Það virðist allt vera á hreyfingu í kringum mig.

  Stefni á að vera í Plön í Þýskalandi í nótt.
  Read more

 • Day49

  Daugård, Denmark

  May 7, 2017 in Denmark ⋅ ☀️ 15 °C

  Mér skilst á frændfólki mínu sem ég heimsótti í Aarhus að vorið og ég höfum valið sama dag til að koma til Danmerkur. Hér var heitt og sól og notalegt að sitja úti í sólinni og njóta blíðunar.
  Ég hóf strax landkönnun og heimsótti Ejer Bavnehoj, sem mér var kennt í barnaskóla að væri hæsti landfræðilegi punktur Danmerkur (hann er það ekki). En auðvitað þurfti að hækka hann aðeins (sjá mynd).
  Verandi andstyggilegur Íslendingur var ég með hláturinn sjóðandi í mér á meðan á heimsókninni stóð.
  Ók 280 km.
  Read more

Never miss updates of Þangað og heim aftur with our app:

FindPenguins for iOS FindPenguins for Android