Á ferð og flugi um landið.
Message
 • Day32

  Var í Bremen, og þá hef ég komið til...

  September 26, 2019 in Germany ⋅ ⛅ 17 °C

  ...allra þýsku sambandsríkjanna.

  Hér er falleg haustmynd frá tjaldstæðinu sem ég gisti á í nótt, og listaverk gærkvöldsins (það er krítartafla í bílnum). Tók engar myndir á labbi mínu um miðbæinn í Bremen.Read more

 • Explore, what other travelers do in:
 • Day31

  Hanover

  September 25, 2019 in Germany ⋅ 🌧 15 °C

  Ég fór og skoðaði Sprengel-nútímslistasafnið í Hanover. Sá þar margt bæði áhugavert og skrítið, og líka illskiljanlegt, fallegt og umhugsunarvert, t.a.m. sýningu á því sem nasistar stimpluðu sem úrkynjaða list. Sá lítið úrkynjað við þau verk, en get vel skilið að listaverk sem sýna eitthvað annað en fólk er vant geti valdið ótta og andstyggð hjá því.Read more

 • Day29

  Lux-Trier-Köln

  September 23, 2019 in Germany ⋅ ⛅ 18 °C

  Ég er komin með hálfgerðan ferðaleiða. Hann sprettur yfirleitt fram í lok 3. eða byrjun 4. viku langra ferðalaga hjá mér og lýsir sér í því að mig langar ekkert sérstaklega að skoða fleiri kirkjur/söfn/kastala/virkisborgir/miðaldabæi (í Evrópu, það er annað sem ég fæ leið á í öðrum heimsálfum), sama hversu merkilegt þetta telst. Var farin að finna fyrir þessu í Avignon, þar sem páfahöllin hefði venjulega sogað mig til sín, en ég nennti ekki einu sinni að fara og leita að henni þegar ég hélt í bæinn til að fá mér morgunverð.

  Það birti aðeins til í Ardèche-héraði, enda hef ég lítið séð af mikilfenglegri náttúru síðan ég kom niður úr Ölpunum, þó að vissulega hafi ég séð helling af landslagi.

  Í Lúxemborg nennti ég varla að fara í bæinn, en gerði það samt, en gat ekki æst mig upp í að fara í skipulagða skoðunarferð og lét mér nægja að labba hring í gegnum háborgina. Held ég hefðu gaman af að fara þangað aftur þegar ég er betur upplögð, því að saga landsins er stórmerkileg og eiginlega furðulegt að það hafi ekki orðið hluti af einhverju af stærri nágrannaríkjunum þegar þau voru að myndast.

  Í dag ók ég svo til Kölnar, með viðkomu í Trier, virti þar fyrir mér svarta turninn og fékk mér tyrkneska pizzu.

  Ætla svo að skoða Köln á morgun.
  Read more

 • Day9

  Dagleiðin hjá mér...

  September 3, 2019 in Germany ⋅ ⛅ 18 °C

  ...varð 720 km. Gpx-skráin segir það styttra, en það er út af skráningarmátanum.

  Þetta var þrátt fyrir brjálæðislega rigningu á köflum og umferðartafir á fjórum stöðum. Á móti kom að á nokkrum löngum köflum var glettilega lítil umferð og það hélst þurrt eftir þrjú, svo maður gat gefið rækilega í. Bíllinn stendur sig vel og er búinn að fá nafn: Máni. Gef ykkur eitt tækifæri til að giska á hvaðan það er komið...

  Ég er komin til Hann. Munden í Fulda-dal, sem er sennilega skakkasti bær sem ég hef komið til, og jafnframt einn af þeim fallegri. Mikið af húsunum er frá 15. eða 16. öld, og þau eru sum hver bæði sigin, hallandi og undin, sbr. mynd nr. 1.
  Read more

 • Day74

  Nordsee Camping zum Zeehund, DE

  June 1, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 13 °C

  Ég var í Simonsberg, rétt hjá Husum, í nótt. Þetta er önnur dýrasta gistingin í ferðinni, rúmar 29 evrur, en staðsetningin er flott og undan engu að kvarta, a.m.k. ekki ef manni er sama um smá sveitalykt.

  Sjá enga sæhunda (seli), en hins vegar helling af fýlulegum rollum og lömbum.

  Norðursjór er rétt handan við veginn og gengið niður að honum í gegnum beitiland fullt af sauðfé, ofan á flóðvarnargarði.

  Þarna voru nokkrir kuldaþolnir eldhugar að kitesurfa, sem virðist vera stórskemmtileg íþrótt, og einn maður synti í brúnum sjónum þrátt fyrir öldugang og kulda. Brrrr!
  Read more

 • Day72

  Wolfsburg, Þýskalandi

  May 30, 2017 in Germany ⋅ 🌧 23 °C

  Ég fór og heimsótti Wolkswagen-safnið. Þar var marga bíla að sjá, s.s. hinar ýmsu týpur bifreiða sem VW hefur framleitt, prótótýpur sem aldrei fóru í framleiðslu, sérframleidda bíla og breytta bíla. Hér eru nokkur dæmi:Read more

 • Day70

  Bergpark Wilhelmshöhe, Kassel

  May 28, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 25 °C

  Mér skilst að ég hafi hitt þennan náunga áður, en ég man bara ekkert eftir því. Reyndar man ég mjög lítið úr fyrra tjaldferðalagi fjölskyldunnar um Evrópu þegar ég var unglingur.

  Hvað um það, þetta er Herkúles og hann trónir yfir borginni og Vilhjálmshæð og hefur gert í um 300 ár. Miðparturinn á tröppunum fyrir meðan hann er rás fyrir vatn.

  Mynd nr. 2 er af mér og Pan, sem er ein af styttunum sem skreyta stallana fyrir neðan turn Herkúlesar.

  Mynd nr. 3 er af einum af fossunum sem skreyta garðinn og er skrúfað frá tvisvar í viku og á hátíðisdögum yfir sumarið.

  Mynd nr. 4 er yfirlitsmynd, tekin frá grasfletinum aftan við Schloss Wilhelmshöhe, upp að Herkúlesi, með fossi, garðskála og stærðarinnar gosbrunni.
  Read more

 • Day65

  Friedrichshafen við Bodensee, 23. maí

  May 23, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 24 °C

  Ætlunin var að skoða Neuschwanstein í dag. Ég hef komið þangað áður, en nú ætlaði ég að skoða kastalann að innan. Þegar þangað kom var ég hins vegar ekki í stuði til að fara og skoða safnið, þannig að ég hélt bara áfram til Bodensee-vatns.

  Þegar þangað kom nennti ég ekki að fara til að skoða blómaeyjuna Mainau - ákvað að ég vildi heldur koma aftur í júní- eða júlímánuði þegar allt er í mestum blóma.

  Ég vissi ekki, fyrr en ég flæktist inn í Friedrichshafen, að þaðan voru Zeppelin-loftförin gerð út. Þar er stórskemmtilegt safn tileinkað þeim og ég mæli með því við alla sem hafa gaman af sögu flugsins.

  Ég var svo á húsbílastæði í nágrenni við Donaueschingen í nótt.

  Hér er eitt loftfar, en talsvert mikið minna en Hindenburg.
  Read more

Never miss updates of Þangað og heim aftur with our app:

FindPenguins for iOS FindPenguins for Android