Denmark
Sædden

Discover travel destinations of travelers writing a travel journal on FindPenguins.

6 travelers at this place

 • Day34

  Ég er stödd á eðal-tjaldstæði

  September 28, 2019 in Denmark ⋅ 🌧 14 °C

  ...í Esbjerg. Á leiðinni hingað var rigningin farin að fara í pirrurnar á mér og því ákvað ég að gera eitthvað til að létta lundina, og úr varð að elda mér eitthvað gott. Niðurstaðan var útilegukássa (1 ds tómatar, 1 ds nýrnabaunir, pylsutittir, beikonteningar, þurrkaður laukur, hvítlaukur, salt, pipar og grænmetiskraftur) og af því að það er eldunaraðstaða hérna þurfti ég ekki að elda í bílnum í rigningunni. Sýnishorn af henni má nálgast á Instagramminu mínu.Read more

 • Day34

  Ég er aðeins farin að efast...

  September 28, 2019 in Denmark ⋅ 🌧 14 °C

  ...um húsbóndahollustu GPS-tækisins míns.

  Er annars komin til Esbjerg, og er búin að aka frá Rømø, en hana skoðaði ég í morgun. Það var svo mikil rigning á leiðinni að ég hélt á tímabili að ég mundi þurfa að stoppa einhvers staðar og bíða hana af mér. Þetta var á köflum eins og að keyra inni í fossi.

  Læt fljóta með svipmyndir frá Rømø. Það er fallegt þarna og húsin eru flest í gamaldags stíl, með stráþaki og alles. Svo fann ég jólabúð.
  Read more

You might also know this place by the following names:

Sædden, Saedden

Join us:

FindPenguins for iOSFindPenguins for Android

Sign up now