Germany
Siedlung Hammerschmiede

Discover travel destinations of travelers writing a travel journal on FindPenguins.
3 travelers at this place
 • Day59

  Sanspareil, Þýskalandi, 17. maí

  May 17, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 23 °C

  Ég ók í gegnum Frankishe Schweiz á leiðinni til Bamberg, og kom þar við í Felsengarten Sanspareil, sem mætti þýða sem "steinagarðurinn óviðjafnanlegi".
  Ég ók í gegnum hæðótt, skógi vaxið landslag til að komast þangað, með litlum þorpum sem minntu mann á Alpana. Ég vildi gjarnan geta sýnt myndir, en það var hvergi hægt að stoppa nema í innkeyrslum hjá þorpsbúunum.
  Sanspareil var útbúinn, á 18. öld, sem óvenjulegur lystigarður. Stígar voru lagðir á milli stórbrotinna, sorfinna sandsteinskletta og byggt var á sumum klettunum, eða við þá, til að segja sögu úr rómversku goðafræðinni. Væntanlega þarf maður sögumann með sér til að skilja táknin, en það er engu að síður gaman að ganga þetta einn og lesa söguna af skiltum.
  Garðurinn er í raun villtur skógur með þessum klettum sem hefur verið föndrað við og er yndislegur staður að koma á og eyða 1-2 tímum í að ráfa um og njóta kyrrðar og náttúrufegurðar, og helmingurinn af nautninni er að komast þangað.
  Read more

  Draumi líkast! kv. Lára

  5/20/17Reply
   
 • Day59

  Bug, Þýskalandi, 17. maí

  May 17, 2017 in Germany ⋅ ☀️ 24 °C

  Ég fann heimilisfang tjaldstæðisins sem ég er á í 10 ára gamalli ferðahandbók. Það er svo fastgróið að það hefur sitt eigið strætóstopp, og geri aðrir betur.

  Bug er lítið þorp í útjaðrinum á Bamberg. Það tekur um 15-20 mín. að komast frá tjaldstæðinu inn í miðbæ Bamberg, sem ætti að segja ykkur hversu stór Bamberg er.

  Bamberg er merkilegur staður. Hún slapp alveg við sprengjuregn í stríðinu og fyrir bragðið er hún ein best varðveitta miðaldaborg Þýskalands og komst þannig inn á heimsminjaskrá UNESCO. Þarna eru m.a. hátt í 1000 ára gamlar byggingar.

  Ég kom þangað síðdegis og skoðaði mig aðeins um, en flúði loks til baka á tjaldstæðið vegna hita. Hann fór hátt í 30 °C, sem var aðeins of heitt fyrir mig í þeim fötum sem ég var í.
  Read more

 • Day60

  Bamberg, Þýskalandi, 18. maí

  May 18, 2017 in Germany ⋅ ⛅ 25 °C

  Í dag var svipað heitt og í gær, en ég klæddi mig eftir veðri, smurði á mig sólarvörn, passaði mig að vera alltaf með eitthvað til að drekka við hendina, og gekk h-æ-g-t, enda er ég bara hress eftir daginn.

  Það er margt að sjá í Bamberg. Ég skoðaði dómkirkjuna að innan og utan og kíkti á rósagarðinn sem er hluti af byggingu sem nefnist "nýja setrið" og var aðsetur biskupa borgarinnar til forna. Rósirnar voru bara rétt að byrja að mynda knúppa, en garðurinn er eflaust mjög fallegur þegar þær eru í blóma. Útsýnið yfir bæinn ofan úr garðinum er hins vegar stórkostlegt á öllum árstímum.

  Ég rölti síðan um og skoðaði hús og kirkjur að utan, og stakk mér inn í áhugaverðar litlar búðir í gamla bænum, s.s. leirílátaverslun og bakstursáhaldabúð.

  Fékk mér Bamberger-bakkelsi í kaffinu, og er nú nýlokin við að drekka rauchbier, sem er sérstakur dökkur bjór sem er bruggaður hérna og lyktar af reyk.
  Read more

  Virkilega fallegt þarna kv. Lára

  5/20/17Reply
   

You might also know this place by the following names:

Siedlung Hammerschmiede